Selfyssingar að sækja liðsstyrk ((Sigurður Ástgeirsson)
Samkvæmt heimildum Handkastsins eru Selfyssingar að sækja sér þýskan markvörð. Carlos Martin talaði um það í viðtali við Handkastið sem birtist síðar í dag að hann myndi gjarnan vilja styrkja markmannstöðuna fyrir komandi tímabil og það virðist vera að gerast. Tilkynningu er að vænta frá Selfyssingum fljótlega eftir helgi og mun Handkastið færa ykkur frekari tíðindi af þessum félagsskiptum um leið og þau berast.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.