Dagur Gautason ((Julien Kammerer / DPPI via AFP)
Í kvöld fóru fram fjórir leikir í norsku úrvalsdeildinni en Íslendingar voru þátttakendur í þremur þeirra. Meistararnir í Kolstad unnu sinn annan leik þegar þeir sigruðu lið Fjellhammer á heimavelli, 29-23. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk þar af eitt úr víti og fékk að auki eina brottvísun, Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk en bróðir hans Arnór Snær Óskarsson skoraði ekki í kvöld. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og félagar í Sandefjord sóttu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir sigruðu lið Nærbø í hörkuleik, 25-24. Þorsteinn Gauti skoraði fjögur mörk í leiknum á meðan fyrrum markmaður FH, Phil Döhler stóð í markinu og skilaði 35% markvörslu fyrir liðið. Dagur Gautason og félagar sóttu einnig sinn fyrsta sigur eftir slæmt tap í fyrstu umferðinni þegar þeir sigruðu Sandnes á útivelli, 27-31. Dagur skoraði fjögur mörk í leiknum. Að lokum fór fram leikur Follo og Bergen sem Bergen unnu á útivelli, 27-29.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.