Sjáðu vítakastkeppnina í Garðabænum
Sævar Jónasson)

Sigurður Dan Óskarsson (Sævar Jónasson)

Ótrúleg spenna var í einvígi Stjörnunnar og rúmenska liðsins Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli 26-26 í Rúmeníu um síðustu helgi og liðin gerðu einnig jafntefli í Garðabænum í gær 23-23.

Grípa þurfti því til vítakastkeppni þar sem rúmenska liðið hafði betur 4-3 og fór því áfram úr einvíginu og leikur því í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

Gríðarlega svekkjandi niðurstaða fyrir Stjörnuna sem var síst lakari aðilinn í þessu einvígi.

Hér að neðan er hægt að sjá vítakastkeppnina sem fram fór í Garðabænum í gær.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top