Róbert Sigurðarson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)
Varnartröllið, Róbert Sigurðarson var ekki með ÍBV í fyrsta leik liðsins í Olís-deildinni í síðustu viku er liðið vann eins marks sigur á HK á heimavelli 29-28. Róbert staðfesti í samtali við Handkastið að hann hafi verið búinn að vera glíma við meiðsli undanfarnar vikur. ,,Ég er búinn að vera berjast við tognun í kvið síðustu vikur en er byrjaður að æfa á fullu og ætti að vera klár á næstunni. Vonandi verð ég með í næsta leik," sagði Róbert í samtali við Handkastið. ÍBV tekur á móti Stjörnunni í 2.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi föstudagskvöld klukkan 18:30. Leikurinn verður sýndur í Handboltapassanum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.