Aganefnd HSÍ: Þrír leikmenn gætu fengið lengra bann
Sævar Jónasson)

Jón Ásgeir Eyjólfsson (Sævar Jónasson)

Aganefnd HSÍ kom saman í gær og tók fyrir þau mál sem lágu fyrir og var tekið til úrskurðar en aganefnd HSÍ kemur alltaf saman á þriðjudögum.

Átta mál lágu fyrir og voru tekin fyrir á fundi aganefndar í gær.

Þrjú mál þóttu það alvarleg að málunum var frestað um sólarhring með hliðsjón í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Um er að ræða brot Þórðs Tandra Ágústssonar leikmanns Þórs gegn ÍR. Brot Arons Breka Oddnýjarsonar leikmanns Fjölnis gegn Selfossi 2 og loks brot Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar leikmanns Stjörnunnar í leik gegn Val.

Handkastið hefur fjallað um öll þessi brot:

Sjáðu brot Þórðs Tandra hér.

Sjáðu brot Arons Breka hér.

Sjáðu brot Jóns Ásgeirs hér.

Er það mat aganefndar að brot þessara þriggja leikmanna geti verðskuldað lengra en eins leiks bann.

Arnór Róbertsson leikmaður Hauka 2 var dæmdur í eins leiksbann en Endjis Kusners leikmaður Harðar, Hulda Dagsdóttir leikmaður Fram, Susan Ines Barinas Gamboa leikmaður Aftureldingar og Sigurður Bjarki Jónsson leikmaður Fram 2 sluppu öll við leikbönn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top