Jón Ásgeir Eyjólfsson (Sævar Jónasson)
Aganefnd HSÍ kom saman í gær og tók fyrir þau mál sem lágu fyrir og var tekið til úrskurðar en aganefnd HSÍ kemur alltaf saman á þriðjudögum. Átta mál lágu fyrir og voru tekin fyrir á fundi aganefndar í gær. Þrjú mál þóttu það alvarleg að málunum var frestað um sólarhring með hliðsjón í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Um er að ræða brot Þórðs Tandra Ágústssonar leikmanns Þórs gegn ÍR. Brot Arons Breka Oddnýjarsonar leikmanns Fjölnis gegn Selfossi 2 og loks brot Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar leikmanns Stjörnunnar í leik gegn Val. Handkastið hefur fjallað um öll þessi brot: Er það mat aganefndar að brot þessara þriggja leikmanna geti verðskuldað lengra en eins leiks bann. Arnór Róbertsson leikmaður Hauka 2 var dæmdur í eins leiksbann en Endjis Kusners leikmaður Harðar, Hulda Dagsdóttir leikmaður Fram, Susan Ines Barinas Gamboa leikmaður Aftureldingar og Sigurður Bjarki Jónsson leikmaður Fram 2 sluppu öll við leikbönn.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.