Fjölnir (Sævar Jónasson)
Óvæntur sigur Selfoss 2 á Fjölni í fyrstu umferð í Grill66 deild karla á Selfossi síðasta laugardag á örugglega eftir að draga dilk á eftir sér. Selfoss 2 var með unnin leik, og innan við 30 sekúndur eftir af leiknum þegar Selfoss 2 er með boltann og í sókn. Fjölnismenn pressuðu aðeins á Selfoss 2 sem höfðu sennilega hugsað sér að drepa tímann, enda leikurinn unninn. Aron Breki Oddnýarson hafði engan áhuga á því og tók upp á því í staðinn að brjóta harkalega á Hákoni Garra Gestsyni leikmanni Selfoss 2. Ekki nóg með að hann keyri hann utan í vegg, heldur slær Aron til Hákons. Aron uppskar verðskuldað rautt + blátt spjald frá dómurum leiksins, Herði Aðalsteinssyni og Berki Bóassyni. Handkastið fékk senda upptöku af atvikinu. Ljóst er að Aron Breki Oddnýarson er á leiðinni í leikbann. Spurningin er aðeins hvað bannið verður langt. Sjón er eins og alltaf sögu ríkari. Handkastið óskar eftir öllum ábendingum um fréttir sem tengjast íslenskum og erlendum handbolta.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.