Hallur Arason glímir við axlarmeiðsli
Raggi Óla)

Hallur Arason (Raggi Óla)

Örventa skytta Aftureldingar, Hallur Arason leikur ekki með Aftureldingu á næstunni en hann fór úr axlarlið á æfingu með liðinu í síðustu viku. Það er Handbolti.is sem greindi frá.

Hallur sem gekk til liðs við Aftureldingu fyrir síðustu leiktíð frá Færeyjum var ekki í leikmannahópi Aftureldingar í sigri liðsins gegn Haukum í 1.umferðinni vegna meiðslanna sem hann hlaut.

Afturelding mætir HK í 2.umferð deildarinnar í Olís-deildarinnar í kvöld.

,,Ljóst er að hann þarf að fara í ítarlega skoðun áður en næstu skref verða tekin, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem Hallur fer úr þessum sama lið á hægri öxl," segir á Handbolta.is

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top