Kusners alvarlega meiddur – Frá næstu vikurnar
Eyjólfur Garðarsson)

Endjis er bróðir Elgars Kusners. (Eyjólfur Garðarsson)

Hinn bráðefnilegi, Elgar Kusners landsliðsmaður Lettlands og leikmaður Harðar í Grill66-deildinni meiddist í fyrsta leik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi.

Grótta vann leikinn 37-31 en Elgar Kusners þurfti að yfirgefa völlinn snemma í seinni hálfleik og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar.

Ekki er enn komið í ljós hvað kom fyrir en samkvæmt heimildum Handkastsins verður Kusners að minnsta kosti ekki með Herði í næstu leikjum en óvissa ríkir um það hvort Kusners hafi slitið krossband.

Vegna þess hve bólginn Kusners var í myndatökunni var erfitt að sjá á myndunum sem teknar voru eftir leik hvort um slitið krossband væri að ræða en Ísfirðingar krossleggja fingur um að svo verði ekki.

Elgers Kusners er yngri bróðir Endjis Kusners sem hefur leikið með Herði undanfarin ár. Elgar sem er 18 ára varð lettneskur meistari síðasta vor með liði Murjani en lið hans vann Dobele í úrslitaleik en hann gekk í raðir Harðar í sumar.

Hörður fær ÍH í heimsókn í 2.umferð Grill66-deildarinnar næstkomandi laugardag klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top