Igor Chiseliov (Þór handbolti)
Vinstri skyttan, Igor Chiseliov hefur fengið félagaskipti sín í Þór staðfest en Chiseliov var ekki orðinn löglegur fyrir fyrsta leik Þórs í Olís-deildinni í síðustu viku. Igor sem kemur frá Moldavíu er 33 ára vinstri skytta sem hefur komið víða við á ferlinum meðal annars hefur hann leikið í Finnlandi, Tyrklandi, Indlandi en síðast lék hann í Norður-Makedóníu. Þór vann sannfærandi sigur á ÍR í 1.umferðinni og mætir Íslands- og bikarmeisturum Fram í 2.umferðinni á laugardaginn í Úlfarsárdalnum. Það er því ljóst að Chiseliov er orðinn löglegur með Þór og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Þór í Olís-deildinni á laugardaginn.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.