Baldur Fritz Bjarnason (Egill Bjarni Friðjónsson)
Þrír leikir fóru fram í 2.umferð Olís-deildar karla í kvöld. Hér að neðan er hægt að sjá úrslit og markaskorara leikjanna í kvöld. Umferðin heldur síðan áfram annað kvöld og lýkur á laugardaginn. Úrslit kvöldsins: Valur - FH 27-32 FH-ingar skelltu sér í Valsheimilið í kvöld og unnu sanngjarnan sigur 27-32 eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í háflleik 12-18. Hafnfirðingar keyrðu gjörsamlega yfir Valsara í byrjun seinni hálfleiks og náðu mest 10 marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og geta þar þakkað Jóni Þórarni sérstaklega fyrir en hann átti stórleik í fyrri hálfleik og varði alls 14 skot i leiknum, þar af 2 víti. Deildarmeistaraefni Vals var því skellt á jörðina eftir góðan sigur á Stjörnunni í 1.umferðinni á meðan FH svaraði fyrir sig eftir lélegan leik gegn Fram á heimavelli. Markaskorun Vals: Dagur Árni Heimisson 7 mörk, Andri Finnsson 4, Bjarni í Selvindi 3, Viktor Sigurðsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Gunnar Róbertsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Allan Norðberg 1, Kristófer Máni Jónasson 1. Markvarsla Vals: Björgvin Páll Gústavsson 11, Jens Sigurðsson 2. Markaskorun FH: Símon Michael Guðjónsson 8 mörk, Birgir Már Birgisson 5, Garðar Ingi Sindrason 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, BIrkir Benediktsson 4, Einar Örn Sindrason 3, Ómar Darri Sigurgeirsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 1. Markvarsla FH: Jón Þórarinn Þorsteinsson 14, Daníel Freyr Andrésson 2. HK - Afturelding 26-29 Mosfellingar fóru í Kórinn í kvöld og unnu endurkomusigur 29-26 eftir að hafa mest verið sex mörkum undir 18-12 í upphafi seinni hálfleiks. Við tók hauskúpukafli hjá heimamönnum og rúmlega tíu mínútum síðar voru gestirnir búnir að jafna metin í stöðunni 20-20. Afturelding vann síðustu 28 mínútur leiksins 17-8 en mikil spenna var undir lok leiks þar sem Afturelding reyndist sterkari aðilinn. Annað tap HK í byrjun tímabilsins í jöfnum leikjum en á sama tíma er þetta annar sigur Aftureldingar í deildinni og báðir á útivelli. Markaskorun HK: Ágúst Guðmundsson 5, Andri Þór Helgason 5, Örn Alexandersson 4, Sigurður Jefferson Guarino 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Styrmir Hugi Sigurðarson 2, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Leó Snær Pétursson 2, Markvarsla HK: Róbert Örn Karlsson 12, Rökkvi Steinunarson 1. Markaskorun Aftureldingar: Harri Halldórsson 5, Ævar Smári Gunnarsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Stefán Magni Hjartarson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Oscar Lykke 2, Ihor Kopyshynskyi 2, Sveinur Olafsson 1, Haukur Guðmundsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Markvarsla Aftureldingar: Einar Baldvin Baldvinsson 13, Sigurjón Bragi Atlason 1. ÍR - Selfoss 33-33 Það var svakaleg spenna í Skógarselinu í kvöld þegar ÍR tók á móti nýliðum Selfoss. Selfoss byrjuðu leikinn af miklu krafti og komst snemma sex mörkum yfir í stöðunni 5-11. Staðan í hálfleik var 12-18 Selfoss í vil. ÍR komst í fyrsta og eina skiptið yfir í leiknum í stöðunni 32-31 þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum. Næstu tvö mörk voru Selfyssinga en það voru ÍR sem skoruðu síðasta mark leiks og jöfnuðu metin 33-33. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmarkið en þeim mistókst það. Lokatölur 33-33 og fyrstu stig beggja liða staðreynd í vetur. Markaskorun ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 13, Róbert Snær Örvarsson 6, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Nathan Doku Helgi Asare 2, Eyþór Ari Waage 2, Örn Kolur Kjartansson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1. Markvarsla ÍR: Alexander Ásgrímsson 5, Ólafur Rafn Gíslason 3. Markaskorun Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Haukur Páll Hallgrímsson 6, Elvar Elí Hallgrímsson 4, Sölvi Svavarsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Gunnar Kári Bragason 2, Anton Breki Hjaltason 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Jason Dagur Þórisson 1. Markvarsla Selfoss: Alexander Hrafnkelsson 16 Valur - FH
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.