Segir umræðuna um körfuboltalandsliðið vera þvælu
Marcin Golba / NurPhoto via AFP)

Körfubolta landsliðið (Marcin Golba / NurPhoto via AFP)

Í nýjasta þætti Handkastsins var rætt um íslenska landsliðið en ekki er nema fjórir mánuðir í næsta stórmót hjá strákunum okkar í íslenska karla landsliðinu.

Um helgina skoruðu Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson 20 mörk, ríflega helming marka Magdeburg á Þýskalandsmeisturum Fuchse Berlín.

Guðjón Guðmundsson handboltasérfræðingur til margra ára og faðir landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar var gestur Handkastsins.

Í þættinum skaut Gaupi harkalega að umræðunni um íslenska körfuboltalandsliðið sem nú hefur farið á þrjú stórmót án þess að vinna einn leik. 

Leiðin aldrei verið greiðari

Hann segir umræðuna um körfuboltalandsliðið vera þvælu.

,,Ég heyrði í Ponzan Travel og hann er spenntur fyrir janúar. Ponzan er búin að teikna leiðina upp og hann vill meina að þetta sé eins og hafa unnið fyrsta vinninginn í lottó-inu og jókerinn miðað við leiðina sem við fáum í úrslitin á EM," sagði Stymmi Klippari og bætti Arnar Daði þáttastjórnandi við að auðveldur milliriðill bíði strákana okkar.

,,Milliriðillinn hefur sjaldan verið auðveldari, við erum að sleppa við Frakkland, Spán, Danmörku, Þýskaland í milliriðli. Ég held að leiðin hafi aldrei verið greiðari."

,,Við erum með útilínu í landsliðinu sem eru að spila saman í einu besta félagsliði í heiminum. Nú erum komnir með vinstri skyttu sem er farinn að skora 5-6 mörk fyrir Magdeburg. Ég hugsa að sonur sessinauts míns sé allavegana ánægður með hvernig drengirnir eru að spila í upphafi tímabilsins. En það er ennþá 4-5 mánuðir í þetta og það er langur tími í alþjóðlegum handbolta eins og við vitum," sagði Stymmi klippari áður en Gaupi tók við.

,,Ég er alveg sammála því. Það er langur tími framundan og hver vika og hver mánuður skiptir máli. Þetta lítur vel út. Þetta snýst um það hverjir verða heilir þegar á hólminn verður komið. Við megum ekki við miklu hnjaski, við megum ekki við meiðslum lykilmanna. Verði allir sæmilega heilir og í fínu standi þá megum við eiga von á því að við náum ágætis árangri."

Þjálfarinn og leikmenn yrðu reknir

,,En ég vil nú minna á það að á síðastliðnum tveimur stórmótum hefur íslenska liðið spilað frábæran bolta og verið verulega góðir. Það hafa verið úrslit sem hafa ekki fallið með okkur."

,,Á síðasta móti töpuðum við einum leik og það varð allt vitlaust. Körfuboltalandsliðið var núna á EM og þeir unnu ekki leik og það voru allir himinlifandi. Ég las hverja lofræðuna á fætur annarri um þá frammistöðu. Ég spyr bara á hvaða ferðlagi eru menn? Það getur vel verið að þetta eigi að vera svona en ef við tökum handboltann sem dæmi , ef handboltinn myndi tapa öllum leikjum á stórmóti þá yrði í fyrsta lagi þjálfarinn rekinn og leikmennirnir líka. Ég skil þetta ekki alveg," sagði Gaupi.

Arnar Daði bætti við:

,,Ég tók einmitt eftir því eftir síðasta leik Íslands á EM í körfubolta þá sagði Gunnar Birgisson sem lýsti leikjunum á RÚV að strákarnir mættu ganga stoltir frá borði og þeir hafi staðið sig vel á mótinu en þeir uppskáru ekki neitt nema jú, þeir fengu stig fyrir að mæta til leiks meira var það ekki."

,,Mér fannst þeir standa sig vel og ég horfði á alla leikina, þetta var skemmtilegt en er það lykilatriðið í þessu að þegar liðið kemur heim þá fáum við þátttökuverðlaun? Er það, það sem menn eru að bíða eftir? Að fá þátttökuverðlaun," sagði Gaupi og hélt áfram.

,,Við þurfum að gera meiri kröfur en þetta. Auðvitað eru þeir að spila gegn sterkum þjóðum en erum við ekki að spila gegn sterkum þjóðum í handbolta og fótbolta líka? Þetta er bara þvæla," sagði Gaupi og þannig lauk umræðunni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top