Haukur Ingi fékk dæmdan á sig ruðning ((Egill Bjarni Friðjónsson)
2.umferðin í Olís-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Klukkan 18:30 fer fyrsti leikurinn fram þegar ÍR og Selfoss mætast. Klukkan 19:00 mætast HK og Afturelding og þriðji og síðasti leikur dagsins er stórleikur Vals og FH sem sýndur verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Handboltahöllin er uppgjörsþáttur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans stýrt af Herði Magnússyni og sýndur öll mánudagskvöld. Í síðasta þætti var farið yfir lokasókn HK-inga í 1.umferðinni gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þar hafði HK tækifæri til að jafna metin en dæmdur var ruðningur á Hauk Inga Hauksson. Umfjöllun Handboltahallarinnar um lokasókn HK í 1.umferðinni er hægt að sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.