Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 2.umferð fari í Olís deild karla. ÍR – Selfoss (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: ÍR Bæði lið töpuðu í 1.umferð en Selfoss eflaust ánægðari með frammistöðu sína. Mæta Selfyssingar til leiks með nýjan markmann? Hver er staðan á Bernard? ÍR-ingar munu mæta dýrvitlausir í þennan leik og senda skilaboð að Skógarselið verður gryfja í vetur. HK – Afturelding (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: Afturelding HK hefur ekki unnið Aftureldingu síðan 2014. Gerist það í kvöld? Ég held ekki. Afturelding heldur taki sínu á HK áfram og verður með fullt hús stiga eftir leik kvöldsins. HK þarf að endurheimta markmenn úr meiðslum hið snarasta. Valur – FH (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Valur Risa leikur í beinni í Sjónvarpi Símans. Deildarmeistaraefni Valsmanna byrjuðu tímabilið á sigri meðan FH tapaði á heimavelli gegn Fram. FH-ingar fara því miður stigalausir heim í kvöld. ÍBV – Stjarnan (Föstudagur 18.30) / Sigurvegari: ÍBV Eyjamenn unnu iðnaðarsigur á HK í fyrstu umferðinni meðan Stjarnan tapaði gegn Val á heimavelli. Stjörnumenn misstu af sæti í Evrópukeppninni eftir tap í vítakastkeppni gegn Baia Mare. Ég tel það einvígi hafi tekið mikið á hópinn og þeir mæti laskaðir til leiks í Eyjum og far því miður tómhentir heim. KA – Haukar (Föstudagur 19:00) / Sigurvegari: Haukar Haukar litu hrikalega illa út gegn Aftureldingu í fyrsta leik. Aron Rafn er búinn að taka fram skónna að nýju meðan Haukar leita að nýjum markverði. KA byrjaði tímabilið á sigri en hópurinn er mikið laskaður vegna meiðsla. Haukar koma sér á beinu brautina og vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu fyrir norðan. Coolbet er að bjóða stuðulinn 1,70 fyrir sigur Hauka Fram – Þór (Laugardagur 17:00) / Sigurvegari: Fram Þór eru á toppi deildarinnar! Já í fyrsta sæti og ég ætla að segja það oft því ég reikna ekki með að fá tækifæri til þess aftur í vetur. Komu öllum á óvart og pökkuðu ÍR saman fyrir norðan í 1.umferð meðan Fram fór í Kaplakrika og vann sterkan sigur á FH. Fram verða of sterkir fyrir Þór í þessum leik og vinna þægilegan sigur og verða með fullt hús stiga. Coolbet er að bjóða 4 marka sigur Fram eða meira á 1,80 æi stuðul sem ég tel vera gott bet þar sem Þórður Tandri leikmaður Þórs er í leikbanni
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.