Halldór Jóhann Sigfússon (Egill Bjarni Friðjónsson)
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK var að vonum svekktur með þriggja marka tap liðsins gegn Aftureldingu, 26-29 í 2.umferð Olís-deildar karla í kvöld. ,,Þetta var svekkjandi, mér fannst við ekkert vera frábærir í fyrri hálfleik, langt í frá þó við höfum verið með góða stöðu í fyrri hálfleik, við vorum bara heppnir að Robbi var með góða markvörslu hérna á tímabili í fyrri hálfleik. Við byrjum seinni hálfleikinn fínt en svo missum við fjögur mörk á held ég tveimur mínútum og það var svolítið gangur leiksins hjá okkur." sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK í samtali við Handkastið eftir leik. ,,Við förum svolítið að líta til hliðar og við hættum svolítiðað vinna fyrir okkur sjálfa og næsta mann og við verðum bara of ragir." sagði Halldór Jóhann
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.