Vorum ekkert að spila illa
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stefán Árnason (Raggi Óla)

Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar var að vonum ánægður með þriggja marka sigur liðsins gegn HK, 29-26 í 2.umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Sannkallaður endurkomusigur hjá Mosfellingum eftir að liðið hafi verið undir 18-12 í upphafi seinni hálfleiks.

,,Mér líður vel það er ekki annað hægt eftir svona leik, mjög kaflaskiptur leikur," sagði Stefán þjálfari Aftureldingar.

,,Við lentum í erfiðri stöðu en við vorum ekkert að spila það illa. Sóknin var frábær í fyrri hálfleik við vorum bara að klikka dauðafærum. Ég vissi að ef við myndum ná að finna gírinn og þétta okkur varnarlega þá kæmi mómentið," sagði Stefán í viðtali við Handkastið.

Viðtalið við Stefán í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top