Vorum ekkert að spila illa
Raggi Óla)

Stefán Árnason (Raggi Óla)

Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar var að vonum ánægður með þriggja marka sigur liðsins gegn HK, 29-26 í 2.umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Sannkallaður endurkomusigur hjá Mosfellingum eftir að liðið hafi verið undir 18-12 í upphafi seinni hálfleiks.

,,Mér líður vel það er ekki annað hægt eftir svona leik, mjög kaflaskiptur leikur," sagði Stefán þjálfari Aftureldingar.

,,Við lentum í erfiðri stöðu en við vorum ekkert að spila það illa. Sóknin var frábær í fyrri hálfleik við vorum bara að klikka dauðafærum. Ég vissi að ef við myndum ná að finna gírinn og þétta okkur varnarlega þá kæmi mómentið," sagði Stefán í viðtali við Handkastið.

Viðtalið við Stefán í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top