Elvar Otri Hjálmarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Í nýjasta þætti Handkastsins var skita vikunnar í boði Skolphreinsun Ásgeirs valin að vanda en Skolphreinsun Ásgeirs hefur verið samstarfsaðili Handkastsins síðustu þrjú tímabil. 2.umferðin í Olís-deild karla hófst í gærkvöldi með þremur hörkuleikjum þar á meðal var leikur ÍR og Selfoss sem endaði með jafntefli 33-33. Leikurinn var sýndur í Handboltapassanum en í útsendingunni var enginn lýsandi. ,,Skita vikunnar fer á félögin og þá helst ÍR. Þetta er þriðja árið okkar í Handboltapassanum og enginn lýsandi, við verðum að fara gera betur takk,” sagði Stymmi klippari. Ásgeir Jónsson formaður Aftureldingar var gestur Handkastsins og hann sagðist ekki geta verið meira sammála. ,,Enn og aftur erum við að ræða þetta. Við ræddum um það í upphafi Handboltpassans að það þyrfti að vera ákveðinn standard." ,,Ég veit að þetta eru félög sem eru rekin af sjálfboðaliðum en það þarf að setja þetta sem algjört forgangsatriði. Við erum sem samband að reyna þróa ákveðna vöru og sem hreyfing að þróa og það þurfa allir að taka þátt í því. Þetta verður að vera í lagi punktur." Þáttastjórnandinn, Arnar Daði Arnarsson bætti við að ÍR-ingar hefðu þarna verið í dauðafæri að gera stórkostlegan leik að enn betra sjónvarpi. Ásgeir bætti við að hljóðið í lýsingunni í leik HK og Aftureldingar hafi á sama tíma ekki verið upp á marga fiska. ,,Í Kórnum var eins og lýsingin hafi verið úr sardínudós," sagði Ásgeir.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.