Sammála um að Haukar voru rændir vítakasti
(Eyjólfur Garðarsson)

Þráinn Orri Jónsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Þau Ásbjörn Friðriksson og Rakel Dögg Bragadóttir sem voru gestir í Handboltahöllinni síðastliðinn mánudagskvöld voru sammála því að dómararnir í leik Hauka og Aftureldingar í 1.umferð í Olís-deild karla hafi rænt Haukum vítakasti undir blálok leiksins.

Handboltahöllin er uppgjörsþáttur um Olís-deildirnar sem sýndur er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans stýrt af Herði Magnússyni.

2.umferðin í Olís-deild karla hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Stjörnunni klukkan 18:30 og á Akureyri tekur KA á móti Haukum klukkan 19:00. Báðir leikirnir verða sýndir í Handboltapassanum.

Haukar mæta særðir til leiks eftir tap gegn Aftureldingu á heimavelli í 1.umferðinni en þar voru Haukamenn virkilega ósáttir með ákvörðun dómara leiksins að hafa ekki dæmt vítakast undir blálok leiksins.

Hægt er að sjá umfjöllun Handboltahallarinnar um atvikið hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top