Arnór Atlason (Tvis Holstebro)
Arnór Atlason hefur framlengt samning sinn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Holstebro til ársins 2028. Þetta tilkynnti félagið fyrir leik dagsins hjá liðinu gegn Skjern sem er nú í gangi. Arnór tók við liðinu sumarið 2023 en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari Álaborgar. „Við erum ekki búin ennþá, það er möguleiki á meiru. Ég vil sjá hversu langt við getum farið með þetta, en við þurfum að fá alla með í ferðalagið,“ segir Arnór Atlason á heimasíðu danska félagsins. Arnór átti farsælan leikmannaferil í Danmörku og víðar en hann lék með Magdeburg, FCK, AG, Flensburg, St. Raphael og Álaborg áður en hann lagði skóna á hilluna og sneri sér að þjálfun. Auk þess að þjálfa Holstebro er Arnór Atlason aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.