Naglbítur í Mosfellsbæ
Raggi Óla)

Gunnar Valur Arason (Sævar Jónasson)

Afturelding fékk Fjölni í heimsókn í Myntkaup höllina í Mosfellsbæ í kvöld í Grill 66 deild kvenna.

Úr varð algjör hörkuleikur. Afturelding var þó alltaf einu skrefi á undan. Fór það svo að Afturelding vann naumlega 24-23 eftir að staðan hafði verið í hálfleik 11-9 fyrir Aftureldingu.

Agnes Ýr Bjarkadóttir var markahæst hjá Aftureldingu með 6 mörk. Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir átti flottan leik í markinu hjá þeim með 15 varin skot.

Hjá Fjölni var Berglind Benediktsdóttir markahæst með 7 mörk. Signý Pála Pálsdóttir varði 12 skot.

Nokkuð ljóst að Grill 66 deild kvenna fer ljómandi vel af stað. Mikið af jöfnum leikjum og lítill munur á milli liða oft á tíðum. Deildin verður jöfn og spennandi allt til enda.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top