Ída Margrét Stefánsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Grótta fékk FH í heimsókn í kvöld í Hertz höllina á Seltjarnarnesi í Grill 66 deild kvenna. Leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi frá upphafsflauti. Fór það svo að leikurinn endaði með jafntefli 20-20. Líklega sanngjörn niðurstaða þegar upp er staðið. Í hálfleik var staðan 13-12 fyrir Gróttu. Ída Margrét Stefánsdóttir var markahæst hjá Gróttu með 9 mörk og markvarslan hjá þeim skilaði 11 boltum. Hjá FH var Thelma Dögg Einarsdóttir markahæst með 9 mörk. Sonja Szöke varði 12 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.