Sölvi Svavarsson ((Sigurður Ástgeirsson)
Sölvi Svavarsson leikmaður nýliða Selfoss í Olís-deild karla hefur ekkert leikið með liðinu í síðustu umferðum eða frá því í 4.umferðinni. Carlos Martin Santos þjálfari Selfoss sagði í samtali við Handkastið að Sölvi væri búinn að vera glíma við meiðsli á mjöðm. Carlos segir að það styttist í að Sölvi verði aftur leikfær en liðið fer norður á Akureyri á fimmtudaginn og mætir þar hinum nýliðunum í Þór í mjög mikilvægum leik fyrir bæði lið. ,,Hann byrjaði að æfa á nýjan leik í síðustu viku og við sjáum hvernig þessi vika þróast. Við vonumst til að hann verði með okkur gegn Þór en það verður að koma í ljós,” sagði Carlos í samtali við Handkastið. Leikir í 8.umferð Olís-deildarinnar: Fimmtudagur: Föstudagur: Laugardagur:
18:30 Þór - Selfoss
19:00 Valur - Selfoss
19:30 FH - Haukar
19:00 Stjarnan - Afturelding
14:30 HK - Fram
15:00 ÍBV - KA
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.