Endjis Kusners ((Eyjólfur Garðarsson)
 Alexander Petersson fer vel af stað sem aðstoðarþjálfari lettneska landsliðsins því liðið er komið áfram í 2.umferð forkeppni heimsmeistaramóts karla. Fyrsta umferðin fór fram í síðustu viku og lauk í gær en sex þjóðir tóku þátt í 1.umferðinni. Ásamt Lettlandi komst Kósovó og Tyrkland áfram í 2.umferðina en Lettar höfðu betur gegn Lúxemborg samanlagt 62-53. Kósovó hafði betur gegn Bretlandi samanlagt 67-56 og þá sló Tyrkland út Kýpverja, 68-46 samanlagt. Þar með er ljóst að Lettland, Kósovó og Tyrkland eru komin í 2.umferð forkeppninnar sem fer fram í mars á næsta ári en í þeirri umferð taka 16 þjóðir þátt. Í kjölfarið verður síðan þriðja umferðin leikin en þeir leikir fara fram í maí. Ísland verður meðal keppnisþjóða á þriðja stigi keppninnar. Þar leika 20 þjóðir um 10 laus sæti á HM karla sem fram fer í Þýskalandi í janúar 2027.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.