Hausverkur Alfreðs er hægri skyttu staðan
Harry Langer / AFP)

Renars Uscins (Harry Langer / AFP)

Eftir tvo æfingaleiki gegn Íslandi, þar sem liðin skiptu sigrum á milli sín dró Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands skýrar ályktanir um stöðu liðsins fyrir Evrópumótið 2026 í janúar.

Þýska liðið virðist hafa góða breidd í flestum stöðum, en Alfreð segir að hægri skyttan sé enn helsti hausverkurinn.

„Við erum með marga góða leikmenn í flestum stöðum núna, nema á hægri skyttu,“ sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn á sunnudaginn.

,,Í raun höfum við aðeins Renars Uscins og Miro Semper í þeirri stöðu, og báðir hafa verið að glíma við meiðsli.“ Uscins er enn að reyna að ná fyrra formi eftir meiðsli, og því hefur Alfreð leitað annarra lausna. Hann hefur meðal annars notað Miro Schluroff í hægri skyttustöðunni til að bæta við möguleikum liðsins.

,,Valmöguleikar okkar þar eru mjög takmarkaðir. Í samanburði við lið eins og Danmörku eða Ísland erum við langt á eftir,“ bætti Alfreð við.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top