Guð minn góður – Hvað er hann að fara gera í Gummersbach?
Par BACKSTROM / TT News Agency / AFP)

Nikola Roganovic (Par BACKSTROM / TT News Agency / AFP)

Í síðasta mánuði var það tilkynnt að einn efnilegasti leikmaður Evrópu, Nikola Roganovic leikmaður Malmö væri búinn að skrifa undir samning við þýska stórliðið, Gummersbach þar sem Guðjón Valur Sigurðsson stýrir skútunni.

Roganovic sem er 19 ára hefur þegar leikið með sænska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur, hefur verið lykilmaður hjá HK Malmö, var næst markahæsti leikmaður á HM U19 ára í sumar og var valinn besti leikstjórnandinn á mótinu en Svíar enduðu í fjórða sæti á því móti.

Roganovic hefur haldið uppteknum hætti í sænsku úrvalsdeildinni frá síðustu leiktíð og er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 78 mörk í 9 leikjum eða tæplega níu mörk skoruð í hverjum leik.

Í Svíþjóð velta menn fyrir sér þeirri ákvörðun Roganovic að hann sé ekki á leið til stærra félags en Gummersbach næsta sumar miðað við frammistöðu hans hingað til. Í gærkvöldi skoraði Roganovic fjórtán mörk tveggja marka sigri á útivelli gegn sænsku meisturunum í Ystads IF.

Þar skoraði hann tíu mörk úr uppstilltri sókn úr tólf skotum og var með fjögur mörk úr fjórum vítaskotum. 

,,Nikola Roganovic, guð minn góður… Hvað er hann að fara gera í Gummersbach? Stutt leið til Barcelona? 14 mörk í dag. Tíu af tólf í opnum leik. Fjögur af fjórum í vítaköstum. Kóngurinn í vörninni,” sagði blaðamaður Skånesport í Svíþjóð í gærkvöldi.

Það er greinilegt að Guðjón Valur er að fá svakalegt efni til sín næsta sumar og það verður fróðlegt að fylgjast með Roganovic í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top