Haukur bestur í október
Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Haukur Þrastarson (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Haukur Þrastarson leikmaður Rhein Neckar Lowen og íslenska landsliðsins hefur verið útnefndur besti leikmaður Rhein Neckar Lowen í október.

Haukur gekk í raðir þýska liðsins frá Dinamo Bucuresti í Rúmeníu í sumar og hefur leikið afar vel í upphafi tímabils í þýsku úrvalsdeildinni.

Haukur er markahæsti leikmaður liðsins það sem af er tímabilinu með 95 mörk. Þá hefur hann gefið flestar stoðsendingar allra leikmanna í deildinni, 95 talsins.

Spilamennska Hauks var frábær í október en hann skoraði 23 mörk í mánuðinum auk þess að gefa 23 stoðsendingar.  

Rhein Neckar Lowen situr í 7.sæti deildarinnar með 12 stig eftir tíu leiki en liðið mætir Magdeburg á sunnudaginn í stórleik umferðarinnar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top