Íslendingarnir atkvæðamiklir hjá sínum liðum
Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Viggó Kristjánsson - HC Erlangen (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Íslensku leikmennirnir í þýsku úrvalsdeildinni eru atkvæðamiklir hjá sínum liðum ef marka má lista sem birtur var á Instagram í vikunni.

Þar kemur fram að í fjórum af átta liðum í þýsku úrvalsdeildinni þar sem Íslendingur leikur með er íslenskur leikmaður markahæsti leikmaður liðsins. 

Um er að ræða Ómar Inga Magnússon leikmann Magdeburg sem hefur skorað 112 mörk fyrir Magdeburg sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmann deildarinnar á eftir Kai Hafner leikmanni Stuttgart og Mathias Gidsel leikmanns Fuchse Berlín sem er markahæstur með 133 mörk skoruð.

Haukur Þrastarson er markahæstur í liði Rhein-Neckar Lowen með 95 mörk. Viggó Kristjánsson hefur skorað 92 mörk fyrir Erlangen þrátt fyrir að hafa misst úr leiki vegna meiðsla. Þá er Blær Hinriksson markahæstur í liði Leipzig með 60 mörk en Leipzig situr á botni deildarinnar.

Auk þessara fjögurra Íslendingaliða leika íslenskir leikmenn í Hamburg, Melsungen, Göppingen og Gummersbach.

Listinn má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top