Hannover tryggði sigurinn með flautumarki
Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / via AFP)

Renars Uscins leikmaður Hannover (Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / via AFP)

Í dag áttu sér stað fimm leikir í þýsku úrvalsdeildinni og voru sex íslendingar í eldlínunni.

Fyrsti leikur dagsins fór fram í GP Joule Arena þar sem Flensburg tók á móti Einari Þorsteini og félögum í Hamburg. Flensburg byrjaði leikinn af krafti og náði fljótt forystu. Hamburg jafnaði í 5–5, en Flensburg svaraði strax og tók völdin aftur. Flensburg hélt uppi miklum krafti fram að hálfleik og leiddu 17–13. Í seinni hálfleik jók Flensburg forskotið með mörkum frá meðal annars Pytlick, Jørgensen og Grgić. Hamburg reyndi að klóra í bakkann undir lokin, en Flensburg hélt öruggri stjórn og sigraði að lokum 33–29. Einar Þorsteinn. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Nicolaj Jorgensen í liði Hamburg með 7 mörk og 4 stoðsendingar.

Seinni leikur dagsins var þegar Lemgo bauð Hannover í heimsókn. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að leiða í fyrri hálfleik og staðan var 14–14 í hálfleik. Í seinni hálfleik hélt spennan áfram, þar sem August Pedersen, Tim Suton og Hendrik Wagner voru áberandi í sókn liðanna. Liðin skoruðu til skiptis og ekkert virtist ætla að skilja þau að. Undir lokin tókst Hannover þó að nýta sín tækifæri betur, og eftir dramatíska lokamínútu tryggði August Pedersen sigurinn með marki á lokasekúndu leiksins. Lokatölur urðu 29-30 Hamburg í vil. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var August Pedersen í liði Hannover með 10 mörk.

Í þriðja leik dagsins bauð Kiel lærisveinum Arnórs Þórs í Bergischer í heimsókn í Wunderino Arena. Kiel byrjaði leikinn af miklum krafti og tók forystuna strax á upphafsmínútunum. Sóknarleikurinn var hraður og fjölbreyttur, þar sem Bilyk, Reinkind og Elias á Skipagøtu skoruðu hvert af öðru. Í hálfleik leiddi Kiel 24–22. Í seinni hálfleik stungu Kiel Bergischer af tók algjörlega yfir leikinn. Bergischer átti sín augnablik en náði aldrei sínum leik. Kiel sigraði sannfærandi 43–35 eftir frábæran sóknarleik og mikla breidd í framlínunni. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Elias á Skipagøtu með 14 mörk og 4 stoðsendingar.

Fjórði leikur dagsins átti sér stað Leipzig borg þar sem Blær Hinriks og félögar tóku á Füchse Berlin. Leikurinn var jafn til að byrja með og börðust liðin um að vera með forystuna. Füchse Berlin komst síðan smátt og smátt yfir og var 15–12 yfir í hálfleik eftir sterkan kafla frá Gidsel og Grøndahl. Í seinni hálfleik hélt Berlin áfram að stjórna leiknum og jók forskotið. Leipzig átti erfitt með að fylgja eftir og sigruðu Berlin að lokum örugglega 33–26. Atkvæðamestu leikmenn vallarins voru Blær Hinriksson með 7 mörk og 2 stoðsendingar og síðan Mathias Gidsel með 8 mörk og 8 stoðsendingar.

Síðasti leikur dagsins fór fram í GETEC Arena þegar Haukur Þrastar og félagar í Rhein-Neckar Löwen komu í heimsókn til íslendingaliðs Magdeburg. Leikurinn var mjög jafn í byrjun, bæði lið skoruðu til skiptis og staðan var jöfn. Magdeburg og Löwen skiptust á að vera með forystuna, en Magdeburg náði smám saman að byggja upp forskot. Í hálfleik var staðan 14–11 fyrir Magdeburg. Seinni hálfleikurinn var spennandi þar sem Löwen héldu áfram að berjast og minnkuðu muninn nokkrum sinnum, en Magdeburg spiluðu mjög örugglega og viðhéldu forskotinu. Á endanum tókst Magdeburg að halda forskotinu og unnu leikinn 28–24. Haukur Þrastarson skoraði 5 mörk og gaf 4 stoðsendingar, Ómar Ingi skoraði 5 mörk og gaf 2 stoðsendingar, Gísli Þorgeir skoraði 3 mörk og gaf 5 stoðsendingar og Elvar Örn skoraði 1 mark.

Úrslit dagsins:

Flensburg-Hamburg 33-29

Lemgo-Hannover 29-30

Kiel-Bergischer 43-35

Leipzig-Füchse Berlin 33-26

Rhein-Neckar Löwen- Magdeburg

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top