Er einn besti leikmaður heims á leið til Berlínar?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dika Mem - Barcelona (Ronny HARTMANN / AFP)

Samkvæmt heimildum Sport Bild í Þýskalandi eru góðar líkur á því að franska stórskyttan Dika Mem semji við Fusche Berlin.

Samningur Mem við Barcelona rennur út sumarið 2027 og gæti stórstjarnan því fært sig yfir til þýsku höfuðborgarinnar.

Dika Mem heimsótti æfingarsvæði þýska stórliðsins nýlega en framkvæmdastjóri Fusche Berlin, Bob Hanning, neitar þeim orðrómi að Mem sé að semja við refina frá Berlín. Ef af skiptunum yrði myndi útlína Berlínarliðsins vera ansi sterk með þá Dika Mem, Simon Pytlick og Mathias Gidsel. En bæði Dika Mem og Mathias Gidsel eru örvhentir.

Fuchse Berlín eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og töpuðu gegn Magdeburg í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Það verður ansi fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top