Ýmir Örn (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)
Alls fóru fram tveir leikir í 12.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag, þegar að íslendingaslagur átti sér stað. Fyrri leikur dagsins fór fram í Göppingen þar sem Ýmir Örn tók á móti Einari Þorsteini og félögum í Hamburg í íslendingaslag. Leikurinn var hraður og jafn fyrstu mínúturnar þar sem liðin skiptust á að taka forystuna. Göppingen náði þó fyrsta almennilega forskotinu þegar þeir komust í 6–3 og síðar 7–4 með góðu framlagi frá Oskar Sunnefeldt og Marcel Schiller. Staðan í hálfleik var 16-14. Í seinni hálfleik héldu Hamburg áfram að elta, en Göppingen svaraði alltaf á réttum tíma og hélt stöðugu forskoti. Markaskorarar á borð við Sunnefeldt, Schiller og Tim Gossner sáu til þess að munurinn hélst í fjórum til sex mörkum stóran hluta seinni hálfleiks. Undir lokin reyndu Hamburg að koma minnka muninn, en Göppingen hélt út og tryggði sér sigurinn með góðum lokaspretti. Ýmir Örn skoraði 1 mark, Einar Þorsteinn skoraði sömuleiðis 1 mark, Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Casper Mortensen í liði Hamburg með 9 mörk. Seinni leikur dagsins fór fram í Werner-Aßmann-Halle þegar Eisenach bauð liði Stuttgart í heimsókn. Leikurinn byrjaði jafn þar sem bæði lið skoruðu til skiptis þar sem hvorugt liðið náði miklu forskoti. Stuttgart var aðeins voru þó aðeins öflugri og héldu sér í eins til tveggja marka forystu með mörkum frá Häfner, Mengon og Serradilla, þeir leiddu 14–16 í hálfleik. Eisenach kom svo miklu ákveðnara inn í seinni hálfleik. Þar sem Felix Aellen og Stephan Seitz drógu liðið áfram. Þeir jöfnuðu fljótt og leikurinn orðinn járn í járn. Eisenach stigu upp undir lokin með nokkrum góðum áhlaupum náðu þeir tveggja marka forystu. Eisenach sigraði 24-28. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Vincent Buchner í liði með Eisenach 8 mörk og 1 stoðsendingu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.