Blær og félagar áfram límdir við botninn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Blær Hinriksson (Leipzig)

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en Íslendingar voru í eldlínunni í báðum leikjunum. Hvorki gengur né rekur hjá Blæ Hinrikssyni og félögum í Leipzig sem töpuðu sínum tíunda leik í deildinni þegar liðið heimsótti Minden heim.

Minden voru með fimm stig fyrir leikinn á meðan Leipzig eru á botninum með tvö stig. Þetta var því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Blær Hinriksson átti stórgóðan leik fyrir Leipzig hann skoraði tvö mörk í leiknum gaf fimm stoðsendingar. Leipzig voru 15-16 yfir í hálfleik en í stöðunni 18-19 kom hræðilegur kafli þar sem Minden skoruðu sjö mörk í röð og breyttu stöðunni í 25-19.

Lokatölur 32-26 Minden í vil sem eru þar með komnir með sjö stig í þýsku úrvalsdeildinni.

Í hinum leik kvöldsins gerðu Melsungen og Hannover-Burgdorf jafntefli 29-29 eftir að staðan hafi verið 16-17 Hannover-Burgdorf í vil í hálfleik. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen úr fjórum skotum. Uladzislau Kulesh var markahæstur í liði Melsungen með sex mörk. Hjá Hannover-Burgdorf var norski vinstri hornamaðurinn, August Baskar Pedern markahæstur en hann skoraði hvorki fleiri né færri en 14 mörk úr 17 skotum.

Úrslit dagsins:
Melsungen - Hannover - Burgdorf 29-29
Minden - Leipzig 32-26

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top