FC Barcelona v Bidasoa Irun - Spanish Handball League Match At Palau Blaugrana (Leonardo Gerzon / NurPhoto via AFP)
Spænski landsliðsmarkvörðurinn, Gonzalo Perez de Vargas lék sinn fyrsta leik með KIel um síðustu helgi er hann kom inná í sigri liðsins gegn Bergischer. Spánverjinn gekk í raðir Kiel frá Barcelona í sumar. Stuttu eftir að Vargas skrifaði undir samning við Kiel sleit hann krossband í hné snemma árs en einungis níu mánuðum eftir aðgerð hafði hann snúið aftur til baka og lék sinn fysta leik með þýska liðinu. Gonzalo Perez de Vargas sleit krossband í deildarleik með Barcelona gegn Bidasoa Irun 15.febrúar stuttu eftir HM í Króatíu. Hann var hinsvegar ekki í leikmannahópi Kiel í sigri liðsins gegn svissneska liðinu, BSV Bern í Evrópudeildinni á þriðjudagskvöldið. Kiel mætir Þýskalandsmeisturunum í Fuchse Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í dag klukkan 17:00. Kiel er í 3.sæti deildarinnar með 18 stig en Fuchse Berlín eru tveimur stigum á eftir með 16 stig í 4.sæti deildarinnar. Flensburg er á toppi deildarinnar með 20 stig og Magdeburg í 2.sæti með 19 stig.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.