Arnór Þór Gunnarsson ((Photo by Anke Waelischmiller/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Tveir leikir fóru fram í dag í 12.umferð þýsku úrvaldeildarinnar þegar að þrír íslendingar voru í eldlínunni Fyrri leikur dagsins fór fram hjá Erlangan þegar þeir buðu Lemgo í heimsókn. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og skiptust liðin á að komast yfir. Lemgo var þó aðeins stöðugra liðið í fyrri hálfleik og fór með eins marks forskot inn til búningsklefa. Í seinni hálfleik hélt þetta áfram að liðin skiptust á að ná forskoti en Lemgo aðeins á undan. Undir lok leiksins reyndi Erlangen að jafna leikinn en náðu því ekki og Lemgo sigraði með einu marki 24–25. Andri Már skoraði 3 mörk og Viggó skoraði 1. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Antonio Metzner í liði Erlangan með 5 mörk og 1 stoðsending. Lærisveinar Arnórs Þórs tóku á móti á Hauk Þrastar og félögum í Rhein Neckar Löwen í seinni leik dagsins. Fyrri hálfleikurinn var afar jafn þar sem liðin jöfnuðu aftur og aftur og enginn náði að stinga af. Staðan 11–11 í hálfleik. Í seinni hálfleik small þetta hins vegar hjá Bergischer. Þar sem Noah Beyer, Soren Steinhaus og Julian Fuchs kveiktu í þessu, smátt og smátt fóru þeir að byggja upp forskot sem Löwen náði aldrei að brjóta niður. Haukur og Edwin Aspeback reyndu að halda Löwen inni í þessu, en Bergischer voru sterkara á lokasprettinum og unnu 30-27. Haukur Þrastarson skoraði 4 mörk og gaf 4 stoðsendingar. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Noah Beyer með 7 mörk og 1 stoðsendingu í liði Bergsicher. Úrslit dagsins: Erlangan-Lemgo 24-25 Bergischer-Rhein-Neckar Löwen 30-27

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.