Mads Hoxer ((Roberto Pfeil / AFP)
Dönsku meistararnir í Álaborg sendu skýr skilaboð frá sér um helgina til annara félaga í Danmörku og Evrópu þegar félagið tilkynnti að það hafi nú tryggt sér sterkan kjarna ungra, danskra leikmanna næstu árin. Álaborg tilkynnti um helgina að hægri skyttan, Mads Hoxer hafi framlengt samningi sínum við félagið til 2030. Þá hefur Thomas Arnoldsen og Marinus Munk framlengt samningum sínum við félagið til ársins 2029. Þetta sterka þríeyki myndar nú traustan grunn fyrir næstu fjögur til fimm tímabil hjá dönsku meisturunum sem hafa þar með að sýnt metnað sinn í því að vera baráttunni við bestu lið Evrópu næstu árin. Aðrir leikmenn liðsins sem eru með samning við félagið næstu árin eru meðal annars Tobias Nielsen, Magnus Norlyk og Sander Sagosen sem allir eru samningsbundnir Álaborg til 2029. Allir leikmennirnir sem hér nefnir fyrir utan norska landsliðsinsmanninn, Sander Sagosen eru yngri en 24 ára og verða því á hátindi ferilsins hjá danska félaginu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.