Gísli Þorgeir í liði umferðarinnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

12.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk í gær þegar að Gummersbach vann 2 marka úti sigur á Wetzlar. Áfram halda íslensku leikmennirnir að gera það gott í deildinni og er landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson í liði 12.umferðar sem Daikin Handball velur.

Hér að neðan er hægt að sjá lið 12.umferðar í þýsku úrvalsdeildinni:

Malte Semisch(Minden)

Malte Semisch markvörður Minden átti glæsilegan leik þegar lið hans sigraði Blæ Hinriks og félaga í Leipzig. Malte Semisch varði 19 bolta(43.2%).

August Pedersen(Hannover)

August Pedersen vinstri hornarmaður Hannover átti glæsilegan leik þegar lið hans gerði jafntefli við Melsungen . August Pedersen skoraði 14 mörk.

Philipp Ahouansou(Wetzlar)

Philipp Ahouansou vinstri skytta Wetzlar átti góðan leik þegar lið hans tapaði naumlega gegn Gummersbach. Philipp skoraði 10 mörk og gaf 1 stoðsendingu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson(Magdeburg)

Gísli Þorgeir átti góðan leik þegar lið hans bar sigur af hólmi gegn Flensburg. Gísli skoraði 8 mörk og gaf 7 stoðsendingar.

Malte Donker(Minden)

Malte Donker hægri skytta Minden átti góðan leik þegar lið hans sigraði Blæ Hinriks og félaga í Leipzig. Malte skoraði 4 mörk og gaf 7 stoðsendingar.

Julian Fuchs(Bergischer)

Julian Fuchs hægra hornarmaður Bergischer átti afar góðan leik þegar lið hans sigraði óvænt Rhein-Neckar Löwen. Julian skoraði 6 mörk úr 7 skotum.

Jannik Kolbacher(Rhein-Neckar Löwen)

Jannik Kolbacher leikmaður Löwen átti góðan leik þegar lið hans tapaði gegn lærisveinum Arnórs Þórs í Bergischer. Jannnik skoraði 6 mörk úr 6 skotum og gaf 1 stoðsendingum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top