Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)
3.umferðin í Evrópudeild karla fór fram í síðustu viku þar sem Íslendingarnir voru í eldlínunni. Næsta umferð í Evrópudeildinni fer fram í dag en Framarnir fá svissneska liðið HC Kriens í heimsókn í Úlfarsárdalinn. Leikur Fram og HC Kriens hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur í beinni á Livey. Hér að neðan má sjá lista yfir tíu markahæstu leikmenn Evrópudeildarinnar eftir þrjár umferðir en Íslendingarnir, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánásson eru þar á meðal tíu markahæstu leikmanna Evrópudeildarinnar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.