Markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar eftir 7. umferð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Orlen Wisla Plock v FC Barcelona (ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)

8.umferðin í Meistaradeild karla hefst í dag með fjórum leikjum en allir leikir keppninnar eru sýndir í beinni á Livey. Þrír leikir hefjast klukkan 17:45 og einn klukkan 19:45 þegar PSG og Barcelona mætast.

Íslendingaslagur fer fram í Ungverjalandi þegar Veszprém og Kolstad mætast. Íslendingalið Magdeburg fer til Króatíu og mætir þar RK Zagreb og í Danmörku mætast Álaborg og Kielce.

Fjórir aðrir leikir fara fram á morgun. Riðlakeppnin er hálfnuð og hefst seinni umferðin í dag. Þýsku liðin Magdeburg og Fuchse Berlín eru bæði á toppi síns riðils með fullt hús stiga. Barcelona er í 2.sæti í riðli B með 12 stig og Álaborg er í 2.sæti í A-riðlinum með 11 stig.

Handkastið hefur tekið saman tíu markahæstu leikmenn keppninnar eftir 7.umferðina.

  1. Mathias Gidsel (Fuchse Berlín) - 69 mörk
  2. Bjerre Frederik Friche (GOG) - 57 mörk
  3. Francisco Costa (Sporting) - 56 mörk
  4. Elohim Prandi (PSG) - 55 mörk
  5. Ómar Ingi Magnússon (Magdeburg) - 52 mörk
  6. Melvyn Richardson (Wisla Plock) - 48 mörk
  7. Mario Sostaric (Pick Szeged) - 44 mörk
  8. Dejan Manaskov (Eurofarm Pelister) - 43 mörk
  9. Nedim Remili (Veszprem) - 43 mörk
  10. Aleix Gomez Abello (Barcelona) - 40 mörk

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top