Eins marks sigur Vals á Þór
{{brizy_dc_image_alt entityId=

ValurValur 1 (

Valur tók á móti Þór á Hlíðarenda í öðrum leik fjórtándu umferðar Olís deildar karla í kvöld. Fyrir leik var Valur með 20 stig og deildi toppsæti deildarinnar með Haukum sem eru einnig með 20 stig, á meðan Þór sat í ellefta sæti deildarinnar með 7 stig.

Þórsarar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og komust mest í fjögurra marka forystu þegar um 25 mínútur voru liðnar af leiknum, Valur náði þó að skora fjögur mörk á síðustu 5 mínútum fyrri hálfleiks meðan Þór skoraði ekki neitt, og náðu Valur því að jafna fyrir hálfleik, hálfleikstölur 16-16.

Jafn seinni hálfleikur tók í kjölfarið við þar sem að Valur leiddi en komst ekki lengra en þrem mörkum frá Þór sem fylgdu fast á eftir, Þór náðu tvisvar að jafna metin í seinni hálfleik en þurftu á endanum að sætta sig við eins marks tap, lokatölur 31-30.

Arnór Snær Óskarsson hélt góðri innkomu sinni í Olís deildina áfram með annarri góðri frammistöðu, Arnór var með 7 mörk úr 10 skotum ásamt 7 stoðsendingum. Magnús Óli Magnússon hjá Val var markahæstur í leiknum með 8 mörk.

Markvarðarpar Vals, sem samanstendur af Björgvini Páli Gústavssyni og Jens Sigurðssyni, var með 10 varða bolta eða um 25% markvörslu. Hjá Þór var Nikola Radavanovic með 11 varin skot eða um 29,7% markvörslu.

Með þessum sigri hefur Valur komist tveimur stigum framar Haukum í toppbarráttu deildarinnar, sem eiga eftir að ljúka leik við ÍR sem hófst 19:00.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top