Össur og Rea í bann fyrir brot á síðustu sekúndum leiksins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Össur Haraldsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Össur Haraldsson leikmaður Hauka missir af bikarleiknum gegn HK á föstudagskvöldið í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem hann hefur verið dæmdur í eins leiksbann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar sem hann hlaut á loka sekúndum leiks Hauka og Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi.

Sömu sögu er að segja af Ungverjanum, Rea Barnabás leikmanni Stjörnunnar sem fékk keimlíkt rautt spjald á loka sekúndunum í leik FH og Stjörnunnar í gærkvöldi en í báðum tilfellum brutu leikmennirnir af sér og fengu að launum rautt spjald og anstæðingarnir fengu vítakast.

Erlendur Guðmundsson leikmaður Fram fékk einnig rautt spjald í leik Hauka og Fram í gærkvöldi en Erlendur sleppur við leikbann.

Aganefnd HSÍ tók fyrir sjö mál en fjórir leikmenn sluppu við leikbann. Þá var rautt spjald Elvars Otra Hjálmarssonar leikmanns ÍR gegn Haukum í síðustu viku fell niður þar sem dómarar leiksins meta það svo að rauða spjaldið hafi verið rangur dómur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top