Össur Haraldsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Össur Haraldsson leikmaður Hauka missir af bikarleiknum gegn HK á föstudagskvöldið í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem hann hefur verið dæmdur í eins leiksbann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar sem hann hlaut á loka sekúndum leiks Hauka og Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi. Sömu sögu er að segja af Ungverjanum, Rea Barnabás leikmanni Stjörnunnar sem fékk keimlíkt rautt spjald á loka sekúndunum í leik FH og Stjörnunnar í gærkvöldi en í báðum tilfellum brutu leikmennirnir af sér og fengu að launum rautt spjald og anstæðingarnir fengu vítakast. Erlendur Guðmundsson leikmaður Fram fékk einnig rautt spjald í leik Hauka og Fram í gærkvöldi en Erlendur sleppur við leikbann. Aganefnd HSÍ tók fyrir sjö mál en fjórir leikmenn sluppu við leikbann. Þá var rautt spjald Elvars Otra Hjálmarssonar leikmanns ÍR gegn Haukum í síðustu viku fell niður þar sem dómarar leiksins meta það svo að rauða spjaldið hafi verið rangur dómur.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.