Norðurlöndin: Sigrar hjá Íslendingunum í Svíþjóð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Klara Þorkelsdóttir - Ísland (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Tveir leikir fóru fram í Svíþjóð í kvöld, einn í sænsku karladeildinni og einn í kvennadeildinni.

Amo með Arnar Birki Hálfdánsson innanborðs fór í heimsókn til meistaranna í Ystad og sóttu óvæntan og gríðarlega öflugan sigur, 30-32. Arnar Birkir átti flottan leik og skoraði sex mörk úr tíu skotum og bætti við tveimur stoðsendingum. Sigurinn kemur liðinu upp um eitt sæti og nú eru þeir aðeins stigi frá topp átta sem fara í úrslitakeppni.

Í kvennadeildinni fóru Sävehof aftur á toppinn en Önnereds og Skara jöfnuðu liðið að stigum fyrr í vikunni en Sävehof vann góðan útisigur á Skövde, 25-34. Elín Klara Þorkelsdóttir hélt áfram góðu gengi sínu með Gautaborgarliðinu en hún var besti maður vallarins með tíu mörk úr tólf skotum þar af þrjú víti. Sävehof með sextán stig eftir níu leiki.

Úrslit kvöldsins:

Ystad 30-32 Amo

Skövde 25-34 Sävehof

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 4
Scroll to Top