Halldór Jóhann Sigfússon (Sævar Jónasson)
HK tilkynntu það í kvöld að Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari meistaraflokks karla hafi framlengt samning sinn við félagið til ársins 2028. Handknattleiksdeild HK og Halldór Jóhann hafa framlengt samning sinn til ársins 2028. Með samningnum er tryggt áframhaldandi samstarf næstu ár, sem félagið bindur miklar vonir við. Mikil ánægja ríkir innan HK með störf Halldórs, bæði hvað varðar fagleg vinnubrögð og uppbyggingu innan deildarinnar. Halldór hefur lagt mikla áherslu á metnaðarfulla nálgun, skýra stefnu og jákvæðan anda, sem hefur skilað sér í framþróun liðsins. Framlengingin er mikilvægt skref í áframhaldandi þróun deildarinnar og er full trú á að Halldór muni áfram gegna lykilhlutverki í vegferð liðsins á komandi árum, segir í tilkynningu frá HK á Facebook síðu sinni. Handkastið óskar HK og Halldóri til hamingju með framlenginguna.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.