Norðurlöndin: Kristianstad með öruggan sigur á toppliðinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Bragi Aðalsteinsson (Raggi Óla)

Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í kvöld í Svíþjóð og í Danmörku. Tveir hörkuleikir þar sem efstu lið beggja deilda voru í sviðsljósinu.

Í Svíþjóð mættu efsta lið deildarinnar, Malmö í heimsókn til Kristianstad sem sátu í þriðja sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum á eftir Malmö. Einar Bragi Aðalsteinsson átti fínan leik fyrir heimamenn en hann skoraði sex mörk úr níu skotum, gaf eina stoðsendingu áður en hann lauk síðan leik eftir rúmlega 48 mínútna leik þegar hann fékk sína þriðju brottvísun. Það kom þó ekki að sök því heimamenn unnu gríðarlega öflugan og stóran sigur, 40-28 og fóru upp fyrir Malmö en því miður unnu Hammarby einnig sem þýðir að þeir fóru í efsta sætið og Kristianstad situr í öðru sætinu.

Í Danmörku mættu meistararnir í Álaborg í heimsókn til Arnórs Atlasonar og lærisveina hans í TTH Holstebro. Heimamenn ætluðu sér að verða fyrsta lið til að taka stig af gestunum en því miður reyndist það verkefni of erfitt. Álaborg leiddu með aðeins tveimur mörkum í hálfleik en þeir bættu aðeins í eftir hléið og unnu að lokum góðan fjögurra marka sigur, 31-35. Jóhannes Berg Andrason skoraði tvö mörk úr þremur skotum og gaf eina stoðsendingu.

Úrslit kvöldsins:

Kristianstad 40-28 Malmö

TTH Holstebro 31-35 Aalborg

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 6
Scroll to Top