Thea og Gísli Þorgeir handboltafólk ársins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thea Imani Sturludóttir (Ina FASSBENDER / AFP)

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg og Thea Imani Sturludóttir leikmaður Vals hafa verið útnefnd handknattleiksmaður og handknattleikskona ársins 2025. Það er Handknattleikssamband Íslands sem stendur að útnefningunni.

Thea Imani Sturludóttir sem er 28 ára hægri skytta Vals og A-landsliðs kvenna átti stór gott ár þar sem hún varð meðal annars Evrópubikarmeistari með kvennaliði Vals.

,,Hún hefur verið lykilleikmaður í liði Vals, þar sem hún hefur leikið stórt hlutverk í sóknarleik liðsins og sýnt stöðugleika, kraft og leiðtogahæfni á hæsta stigi. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og haft afgerandi áhrif á árangur liðsins á tímabilinu. Valsliðið átti stórkostlegt ár bæði heima og erlendis. Liðið varð deildar- , Íslands- og Evrópubikarmeistari, auk þess sem það var valið íþróttalið Reykjavíkur árið 2025. Á landsliðsvettvangi hefur Thea Imani fest sig í sessi sem ein af burðarásum A-landsliðs kvenna, bæði með markaskorun og öflugum varnarleik, og verið mikilvæg í uppbyggingu og árangri landsliðsins á alþjóðavettvangi. Thea hefur leikið 98 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 224 mörk. Thea Imani Sturludóttir hefur með framúrskarandi frammistöðu sinni á árinu 2025 sýnt að hún er
verðug handknattleikskona ársins og mikil fyrirmynd ungra iðkenda um land allt,"
segir í tilkynningunni frá HSÍ.

Gísli Þorgeir Kristjánsson er 25 ára leikstjórnandi Magdeburg í Þýskalandi og A-landsliðs karla.

,,Gísli Þorgeir hefur um árabil verið einn fremsti leikmaður Evrópu í sinni stöðu og á árinu 2025
staðfesti hann enn frekar stöðu sína meðal bestu leikmanna heims. Með SC Magdeburg hefur hann
verið lykilmaður í liði sem hefur barist á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og í Evrópukeppni, þar sem
hann hefur sýnt einstakan leikskilning, hraða og forystuhæfni. Á árinu varð Gísli Þorgeir Evrópumeistari með liði sínu og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar EHF. Á landsliðsvettvangi hefur Gísli Þorgeir verið einn af burðarásum A-landsliðs karla. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í leik liðsins á árinu, bæði sem leikstjórnandi og leiðtogi innan vallar sem utan, og haft afgerandi áhrif á frammistöðu liðsins í alþjóðlegum verkefnum. Gísli Þorgeir hefur leikið 73 landsleiki og skorað í þeim 164 mörk. Gísli Þorgeir er Hafnfirðingur og lék alla yngri flokka með FH. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH árið 2015 áður en hann hélt utan og samdi við THW Kiel árið 2018. Árið 2020 gekk hann til liðs við SC Magdeburg, þar sem hann hefur síðan verið einn af lykilmönnum félagsins. Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur með stöðugri frammistöðu sinni, leiðtogahlutverki og afrekum á hæsta stigi sýnt að hann er verðugur handknattleiksmaður ársins 2025,"
segir í tilkynningunni frá HSÍ um Gísla Þorgeir.

    Nýjustu fréttir

    {{brizy_dc_image_alt imageSrc=

    HAFA SAMBAND

    Handkastið.net

    Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

    Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


    handkastid@handkastid.net

    Post Views: 4
    Scroll to Top