Andri Rúnars glímir við meiðsli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Már Rúnarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Andri Már Rúnarsson sem var í síðustu viku valinn í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst um miðjan janúar og er eini leikmaðurinn í hópnum sem er á leið á sitt fyrsta stórmót er að glíma við smávægileg meiðsli.

Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Andri Már var ekki í leikmannahópi Erlangen á laugardaginn er liðið gerði jafntefli gegn Melsungen á heimavelli 26-26 þar sem Viggó Kristjánsson fór mikinn í markaskorari liðsins og skoraði alls tíu mörk í leiknum.

Andri Már sagði í samtali við Handkastið að um smávægileg meiðsli væri um að ræða og hafi hann því ekki getað spilað leikinn um helgina. Erlangen leikur mikilvægan leik gegn Kiel annan í jólum. Aðspurður hvort hann verði með í þeim leik sagði hann það verða að koma í ljós á næstu dögum.

Hann hefur hinsvegar engar áhyggjur á að þessi meiðsli hafi áhrif á þátttöku hans með íslenska landsliðinu í janúar.

Erlangen er í 12.sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig, stigi á eftir Ými Erni og félögum í Göppingen.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 35
Scroll to Top