Segir mikilvægt að Þorsteinn Leó nái að spila á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Halldór Jóhann Sigfússon (Egill Bjarni Friðjónsson)

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK í Olís-deild karla ætlar að fylgjast með Evrópumótinu í janúar heima í stofu þetta árið. Honum líst vel á hópinn sem Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í síðustu viku og er spenntur fyrir mótinu.

Hann segir það hinsvegar vera mikilvægt fyrir liðið að Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto nái heilsu og geti leikið með liðinu á mótinu og helst strax í fyrsta leik.

,,Vonandi verður Þorsteinn Leó orðinn heill og kemur inn í liðið. Það finnst mér mikilvægur partur fyrir útilínuna og gefa Snorra Steini aðeins öðruvísi tækifæri með sóknarleikinn."

,,Við erum með gríðarlega öflugt lið og við ættum að geta skorað mörg mörk. Þetta finnst mér vera spurning um það hversu stabílir við verðum varnarlega. Við þurfum að vera það og fá góða markvörslu í hverjum leik og þetta veltur svolítið á Viktori Gísla og Bjögga að þeir verði í góðu standi og verði með mikið sjálfstraust," sagði Halldór Jóhann í samtali við Handkastið.

,,Ég væri til í að sjá liðið ná upp sterkum varnarleik og við refsum liðunum með seinni bylgju. Það gæti orðið gott vopn fyrir íslenska landsliðið," sagði Halldór sem líst vel á hópinn og vonar að strákunum gangi sem best.

,,Ég held að hópurinn sé eðlilegur eins og hann er. Ég sendi bestu kveðjur til strákanna og vona að þeir fari sem lengst og styrkleikar liðsins nái að njóta sín,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK að lokum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top