Vonandi er þetta framtíðarmaður landsliðsins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Már Rúnarsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Andri Már Rúnarsson leikmaður Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni er á leið á sitt fyrsta stórmót en hann er eini leikmaður í íslenska landsliðshópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti fyrir helgi sem er að fara á sitt fyrsta stórmót.

Þá er Andri Már einnig yngsti leikmaður hópsins, fæddur árið 2002.

Snorri Steinn Guðjónsson var spurður út í Andra Má í viðtali við Handkastið eftir að hann tilkynnti hópinn í höfuðstöðvum Arion Banka í síðustu viku. Snorri var spurður hvort Andri Már hafi snemma verið inn í myndinni í EM hópnum.

,,Ég hef valið hann nokkrum sinnum og mér hefur alltaf fundist hann standa sig vel. Hann hefur ekkert alltaf fengið margar mínútur. En það eru æfingar og annað slíkt og mér finnst hann hafa verið flottur í þýsku úrvalsdeildinni. Mér finnst hann vera skemmtilegur leikmaður og eiga þetta skilið að fá smjörþefinn af þessu."

,,Svo eru alskonar pælingar, einhverjir þurfa að vera 17. og 18. maðurinn og jafnvel 19. maðurinn. Andri er góður leikmaður og á klárlega skilið að vera þarna."

Andri Már er einn af fimm rétthendum útileikmönnum í hópnum en ásamt Andra eru þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason.

,,Samkeppnin er mikil fyrir hann en vonandi er þetta framtíðarmaður fyrir okkur."

En fyrir þau sem ekki hafa séð mikið til hans síðustu ár. Hvað kemur hann með að borðinu fyrir íslenska landsliðið?

,,Styrkleikar hans liggja ekki í varnarleiknum, það er nokkuð ljóst. Ég sé hann sem varamann fyrir allar okkar skyttur og leikstjórnendur. Það kemur kannski ekki á óvart að Gísli Þorgeir og Janus Daði séu honum framar á miðjunni og Haukur og Elvar vinstra megin. Andri er líka góður í minni hlutverk og hann hefur oft komið inn bæði með Leipzig og Erlangen þar sem hann sprengið upp leiki. Hann getur verið markamaskína og kemur með eitthvað að borðinu sem Gísli og Janus eru ekki bestir í,” sagði Snorri Steinn varðandi styrkleika og veikleika Andra Más Rúnarssonar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top