Yfirlýsing frá KA um að þeir séu ekkert að grínast
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Elí Björgvinsson (KA)

Ágúst Elí Björgvinsson var kynntur nýr leikmaður KA í Olís-deild karla eftir sigur liðsins gegn Fram í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í KA-heimilinu á föstudagskvöldið.

Það var orðið tímaspursmál hvenær Ágúst Elí myndi ganga í raðir KA en félagið hélt spilunum fast að sér og kynnti Ágúst Elí síðan strax að leik loknum er liðið hafði tryggt sér í Final4 í bikarnum. 

Rætt var um félagaskipti Ágústar Elís til KA í nýjasta þætti Handkastsins í vikunni.

,,Það er virkilega gaman að þetta sé niðurstaðan. Þetta gerir KA alvöru keppinaut fyrir hin liðin, sérstaklega í bikarnum. Ég sé þá ennþá líklegri til að fara í gegnum fyrstu umferðina í úrslitakeppninni með Ágúst Elí í markinu. Það er gaman að sjá að þeir séu að gera sig gildandi í baráttunni fyrir norðan,” sagði Stymmi klippari.

Kristinn Björgúlfsson var gestur Handkastsins í þættinum og segir þetta sýna að KA-mönnum sé alvara í Olís-deild karla.

,,Þetta er smá statement frá KA um að þeir séu ekkert að grínast. Þó svo að Bruno hafi verið öflugur að undanförnu þá eru þeir að bæta við leikmanni án þess að það sé verið að bæta honum við í neyð.”

Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins bætti við að markmannsstaðan hafi klárlega verið sú staða sem KA þurfti á styrkingu að halda til að berjast við bestu lið landsins eftir áramót.

,,Þetta er athyglisvert því ef það var einhver leikstaða á vellinum sem KA þurfti á leikmanni að halda, þá er ég að tala útaf breiddinni þá var það markmannstaðan. Þeir eru með þrjá örvhenta leikmenn, með tvo vinstri hornamenn, þeir eru með nóg af línumönnum og alvöru breidd í útilínunni. Það er lygilegt hvernig við erum að tala um KA í dag út frá því hvernig við töluðum um KA fyrir hálfu ári síðan.”

Frekari umræða um KA og sigur liðsins gegn Fram er hægt að hlusta á í Handkastinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 27
Scroll to Top