Hefur mikla trú á íslenska landsliðinu á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gunnar Magnússon (Sævar Jónasson)

Fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Gunnar Magnússon sem í dag stýrir Haukum í Olís-deild karla og leikgreinir leiki fyrir Dag Sigurðsson fyrir króatíska landsliðið segist vera spenntur fyrir komandi Evrópumóti í janúar.

Hann segir að mótið sem framundan er verði algjör veisla.

,,Ég er alltaf bjartsýnn á hverju ári og maður vonar alltaf að það sé komið að því að liðið stígi næsta skref. Hópurinn er frábær og ég hef mikla trú á liðinu," sagði Gunnar í viðtali við Handkastið eftir sigur Hauka á HK í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í síðustu viku.

Hann var spurður út í val Snorra Steins og ákvörðunina að skilja hornamennina, Stiven Tobar Valencia og Sigvalda Björn Guðjónsson eftir heima.

,,Þetta eru þrír góðir leikmenn í einni stöðu. Það þarf einhver að vera heima, það geta ekki allir verið þarna. Eðlilega þegar þú ert með þrjá góða leikmenn í sömu stöðunni þá skiptist þetta upp milli fylkinga. En þetta sýnir hversu mikil breiddin er orðin í liðinu og hvað við eigum marga leikmenn. Það var nokkuð ljóst að það yrðu tveir góðir hornamenn eftir heima, sama hverjir hefðu verið valdir," sagði Gunnar um ákvörðun Snorra Steins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 12
Scroll to Top