Norðurlöndin: Fjórir leikir í Svíþjóð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Klara Þorkelsdóttir (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Fjórir leikir með Íslendinga innanborðs fóru fram í efstu deildum karla og kvenna á þessum öðrum degi jóla í Svíþjóð í dag.

Við byrjum kvenna megin en þar unnu Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar hennar í Sävehof góðan sigur á VästeråsIrsta, 30-27. Elín Klara skoraði fjögur mörk úr átta skotum þar af var eitt víta klikk þar inn í. Hún bætti við þremur stoðsendingum og átti heilt yfir fínan leik fyrir liðið sem situr áfram á toppi deildarinnar með aðeins eitt tap í tíu leikjum.

Það var tvíhöfði í Partille Arena í Gautaborg því karlalið Sävehof með Birgi Stein Jónsson innanborðs tók einnig á móti VästeråsIrsta í dag. Karlaliðið vann einnig þriggja marka sigur, 34-31 en Birgir Steinn hafði hægt um sig í dag og skoraði aðeins eitt mark úr tveimur skotum.

Arnór Viðarsson skoraði fjögur mörk úr sex skotum fyrir Karlskrona sem fór í heimsókn til Alingsås en því miður dugðu mörkin skammt því gestirnir töpuðu með tveimur mörkum, 27-25.

Að lokum unnu Kristianstad góðan útisigur á Hallby, 30-35 og endurheimtu því toppsæti deildarinnar. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum og gaf þrjár stoðsendingar að auki.

Úrslit dagsins:

Sävehof 30-27 VästeråsIrsta

Sävehof 34-31 VästeråsIrsta

Alingsås 27-25 Karlskrona

Hallby 30-35 Kristianstad

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top