KAKA (Egill Bjarni Friðjónsson)
Ljóst er hvaða fjögur lið leika í bikarúrslitahelginni í Powerade-bikarnum í karla flokki en leikið var í 8-liða úrslitunum 19. desember síðastliðinn. FH sló út Aftureldingu, KA vann Íslands- og bikarmeistara Fram, ÍR vann Grill66-deildarlið Fjölnis og Haukar unnu HK í Kórnum. 8-liða úrslitin í Powerade-bikar kvenna fara ekki fram fyrr en í byrjun febrúar en þá skýrist hvaða fjögur lið leika í Final4 kvennamegin. Stórleikur 8-liða úrslitanna í kvennaflokki er án efa leikur Fram og ÍR sem fer fram 2. febrúar en hinir þrír leikirnir verða leiknir 4. febrúar. Grótta - KA/Þór mætast, Víkingur - Haukar og FH - Valur hinsvegar. Athygli vekur að þrjú af átta liðum 8-liða úrslitina eru lið úr Grill66-deildinni en bæði FH og Grótta slóu út Olís-deildarlið í 16-liða úrslitunum. Í svari HSÍ við fyrirspurn Handkatsins um það hvenær dregið verður í undanúrslitin er gert ráð fyrir því að dregið verði í undanúrslitin fimmtudaginn eða föstudaginn 5. eða 6. febrúar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.