Fram (Kristinn Steinn Traustason)
Evrópska handknattleikssambandið, EHF tilkynnti fyrr í desember breytingar bæði á Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni sjálfri. Með breytingunum fjölgar átta liðum í Meistaradeild Evrópu og á sama tíma hefur EHF ákveðið aðhætta við forkeppni Evrópudeildarinnar. Þá flytjast tvö neðstu liðin í fjögurra liða riðlum Meistaradeildinnar yfir í Evrópudeildina á öðru stigi keppninnar. Ísland á ennþá tvö sæti í Evrópudeildinni en tvö íslensk lið hafa tekið þátt í Evrópudeildinni síðustu tvær leiktíðir. Í fyrra komust bæði FH og Valur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Valur komst í riðlakeppnina í gegnum forkeppnina. Í ár lék Fram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Stjarnan tapaði í forkeppninnni gegn rúmenska liðinu Baia Mare í vítakastkeppni. 32 lið taka þátt í Evrópudeildinni sem leikin verður í átta fjögurra liða riðlum. Tvö efstu lið riðlanna fara áfram í 28-liða útsláttarkeppni en sextán félög komast áfram úr hverjum riðli í útsláttarkeppni en þangað koma líka liðin tólf sem enduðu í 3. eða 4. sæti í fyrri riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Alls hefja því 28 lið leik í útsláttarkeppninni, þar sem leikið verður heima og að heiman. Úr þeirri umferðast komast 14 sigurlið áfram í 16-liða úrslit. Við þau bætast svo tvö lið sem enda í 5. sæti í seinni riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Flókið? Nei nei það þarf ekki að vera.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.